19.6.2010 | 22:56
Það kom að því!
Já, það kom að því að fara að blogga. Ég hef nú oft hugsað um það en aldrei látið verða af því fyrr en nú. Það sem ræður ákvörðun minni er að leyfa fólki og þá aðallega hornfirðingum að fylgjast með því sem drífur á daga mína sem forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Eins og þeir sem til þekkja vita þá var ég í öðru sæti á lista Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra hér í sveitarfélaginu í sveitarstjórnarkosningunum 29. maí sl. Og skemmst er frá því að segja að við fengum mjög góðan meðbyr í kosningunum og stóðum að lokum með fjóra bæjarfulltrúa þ.e. hreinan meirihluta í bæjarstjórn.
Fyrsti bæjartjórnarfundur eftir kosningar var haldinn þann 15. júní sl. og var ég kjörinn forseti bæjarstjórnar, sit að auki í bæjarráði og er formaður skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar. Þannig að ekki þarf ég að kvíða verkefnaskorti á næstunni.
Einnig er margt skemmtilegt að gerast í aðal vinnunni minni sem hjúkrunarstjóri á hjúkrunarsviði Heilbrigðisstofnunnar Suðausturlands (HSSA). Þar vinn ég með frábæru fólki sem leggur sig allt fram í að veita heimilisfólki okkar og öðrum skjólstæðingum frábæra umönnun.
En í dag 19. júní var það Kvennahlaup og garðurinn sem fékk mestann tíma minn og auðvitað fjölskyldan.
Athugasemdir
Getur treyst því að ég fylgist með þér hérna, velkomin á moggabloggið
Ottó Marvin Gunnarsson, 19.6.2010 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.