Heilbrigðismálin...

... eru í brennidepli í dag. Þar er verið að bæta fjármagni í en góð áminning í umræðunni að enn hafa framlög ekki náð því sem var fyrir hrun!

Flestir eru sammála um að það skortir heildarstefnu í heilbrigðismálum. Hvað nákvæmlega er grunnþjónusta? Það er jafnvel mismunandi eftir því hvar þú ert staddur á landinu og hverjir fást til starfa!

Eitt er allavega ljóst. Til þess að geta veitt heilbrigðisþjónustu þá þarf fagfólk. Heilbrigðisstéttir standa frammi fyrir því að endurnýjun stendur ekki undir faginu. Of fáir útskrifast til að taka við af þeim sem eru að ljúka sínum starfsaldri. Þeir sem útskrifast skila sér ekkert endilega til starfa á heilbrigðisstofnanirnar. Starfsvettvangur hjúkrunarfræðinga sem dæmi er mjög fjölbreyttur og eru þeir eftirsóttir í hin ýmsu störf.

Hér stendur landsbyggðin ekki vel að vígi. Erfitt getur reynst að ná fagfólki út á land til starfa og búsetu. Það er orðið algengt að læknar sinni heilsugæslu úti á landi "að heiman". Með því að vera 5 til 7 daga í héraði á nokkura vikna fresti með öðrum störfum á höfuðborgarsvæðinu eða jafnvel erlendis frá. 

Það er gott að einhverjir gefi sig út í að sinna þessum störfum en mikið svakalega væri nú betra ef hægt væri að fá fagfólk til að setjast að úti á landi. Auðga þar mannlífið og að ég tali nú ekki um að greiða útsvarið sitt til samfélagsins :)

Kannski það gæti breyst ef afsláttur fengist af námslánum ef búseta er úti á landi í ákveðinn tíma eftir útskrift úr námi!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband