Hver er þessi kona?

Ég er 47 ára gömul og starfa sem hjúkrunarstjóri á HSU Hornafirði, bæjarfulltrúi hjá Sveitarfélaginu Hornafirði, leiðbeinandi í skyndihjálp og yogakennari.

Gift Friðriki Jónasi Friðrikssyni rafvirkjameistara, á þrjú börn á aldrinum 10 til 27 ára og einn 3ja ára ömmustrák.

Ég hef setið í bæjarstjórn frá árinu 2010. Var bæjarstjóri frá nóvember 2013 fram yfir kosningar 2014. Þess fyrir utan hef ég gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð, setið í bæjarráði, var formaður skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar er í skipulagsnefnd og almannavarnanefnd. Forseti bæjarstjórnar 2010 - 2013 og formaður bæjarráðs 2013.

Önnur trúnaðarstörf sem ég gegni; sit í ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, er fulltrúi Íslands í stjórn Vestnorræna lánasjóðsins og varamaður í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, ásamt því að sitja í miðstjórn Framsóknarflokksins og í stjórn sveitarstjórnarráðs flokksins. Var varamaður í SASS 2010-2014. Auk þessa hef ég starfað mikið með Hornafjarðardeild RKÍ m.a. í stjórn deildarinnar og formaður þar um nokkurra ára skeið er einnig félagi í Slysavarnardeildinni Framtíðinni.

Í störfum mínum við heilbrigðisþjónustu, sjálfboðaliðastörfum og sem sveitarstjórnarmaður hef ég öðlast mikla og góða reynslu sem ég tel að komi að góðum notum á Alþingi. Ég hef notið þess að vinna með fjölbreyttum hópi fólks að góðum verkum.

Ég hef mikinn áhuga á að taka þátt í að efla landið okkar enn frekar og halda áfram uppbyggingu grunnstoða samfélagsins á næsta kjörtímabili. Þar eru t.d. velferðarmál, heilbrigðisþjónusta, samgöngur og byggðamál mér ofarlega í huga.

  • Huga að kjörum og búsetumálum ungs fólks, aldraðra og öryrkja.
  • Efla heilbrigðisþjónustu út um landið og huga sérstaklega að þeim sem þurfa að sækja sér þjónustu um langann veg.
  • Tryggja að allir íbúar landsins búi við aðgengi að heilbrigðisþjónustu þ.m.t. neyðarflutningum á Landspítalann allan ársins hring með því að opna neyðarbrautina á Reykjavíkurflugvelli.
  • Fjölga þarf hjúkrunarrýmum út um allt land og tryggja að íbúar þeirra geti búið í einbýlum.
  • Samgöngur - tryggja öryggi vegfarenda. Með aukningu ferðamanna þá hefur alvarlegum slysum fjölgað. Gera þarf átak í að útrýma einbreiðum brúm á þjóðvegum landsins og efla merkingar meðfarm þjóðveginum.
  • Uppbygging ferðpamannastaða hefur gengið alltof hægt. Fjölga þarf áfangastöðum og bæta þá sem fyrir eru.
  • Lokið verði við uppbyggingu á þriggja fasa rafmagni til dreifðari byggða. Með því verði atvinnuöryggi og byggðarþróun styrkt.

Hér hef ég stiklað á stóru og talið upp nokkur af mínum hjartans málum. Ég hlakka til að eiga samtal og samvinnu við ykkur um framtíðina og hvernig við viljum sjá Ísland fyrir komnadi kynslóðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband