Hvernig gengur að flokka ruslið?

Hornfirðingum gengur ekki alveg nógu vel samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fékk hjá Birgi Árnasyni verkstjóra Áhaldahússins fyrir skemmstu.

Vandamálið virðist vera að pokar af heimilissorpi hafa verið að flækjast með og það er auðvitað alls ekki nógu gott. Öll mengun í farminum sem sendur er austur til flokkunar getur skemmt út frá sér svo að vinna þeirra sem flokka rétt spillist við það. 

Einnig er mjög mikilvægt að umbúðir sem fara í flokkunartunnuna séu hreinar!! Því að það segir sig nú sjálft að súrmjólkurferna með úldnum leifum af súrmjólk á sér ekki framhaldslíf... Eða jógúrtdollan sem ekki hefur verið þvegin og þurrkuð!

Áleggsbréf eru því mikður ekki tæk í endurvinnslu þar sem of blandað efni er í þeim skilst mér og frauðbakkarnir undan kjúklingnum eða ódýru eplunum úr Nettó nýtast heldur ekki áfram. 

Því verða þessar umbúðir enn sem komið er að fara í almennt sorp og svo er auðvitað alltaf möguleiki að sneiða hjá vörunum í frauðbökkum og velja vöru sem er í umbúðum sem eru endurvinnsluhæf eða án umbúða sé það í boði :)

Mig langar líka að benda fólki á að kíkja á myndbandið um ruslaflokkunina sem er á umhverfissíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is UMHVERFISMÁL.

Svo hvet ég íbúa sveitarfélagsins og starfsmenn fyrirtækja til að vanda sig aðeins betur svo að við náum sem bestum árangri í flokkuninni og urðun sorps minnki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband