Rafræn stjórnsýsla!

Nú rúllar skemmtilega grænn rammi á Skjávarpi Hátíðni sem segir "Rafræn stjórnsýsla hjá Sveitarfélaginu Hornafirði". Þessi rammi vekur með mér væntingar til þess að nú sé íbúagátt hornfirðinga að verða tilbúin til notkunar :)

Síðustu ár hefur verið unnið markvisst að því hjá sveitarfélaginu að draga úr pappírsnotkun og póstsendingum. Þess í stað hefur áhersla verið lög á að nýta rafrænt form t.d. varðandi nefndir og ráð sveitarfélagsins. Nú heyrir til undantekninga ef fundargögn eru prentuð út og send með pósti (Íslandspósti). 

Næsta skref sem stefnt hefur verið að er svokölluð íbúagátt þar sem hægt er að sækja um þjónustu og senda inn erindi rafrænt í gegnum skjalastjórnunarkerfið sem sveitarfélagið nýtir.

Þessi tilkynning eða frekar fullyrðing sem rúllar á Skjávarpinu hlýtur því að vera merki þess að allt sé að verða tilbúið til notkunar. Tæknin hefur verið til en stundum tekur tíma að fá allt til að virka saman og að tæknimenn stilli saman þessa strengi :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband