Sameining heilbrigðisstofnanna - hvað breytist á HSSA?

Í gær var tilkynnt að farið verður í boðaðar sameiningar heilbrigðisstofnanna þann 1. október nk. Í kjölfar þess hef ég tekið eftir því að fólk hér í Sveitarfélaginu Hornafirði veltir fyrir sér hvaða áhrif þetta hefur hér hjá okkur!

Samkvæmt mínum bestu heimildum sem eru nokkuð áreiðanlegar þ.e. fundur í velferðarráðuneytinu um málið og fundur með ráðgjöfum vegna sameiningarinnar  hér á Höfn. Þessa fundi sat ég sem bæjarstjóri sveitarfélagsins og tel upplýsingarnar því áreiðanlegar.

Skilaboðin eru að þetta mun ekki hafa áhrif á daglegan rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands. HSSA er rekið af sveitarfélaginu í gegnum þjónustusamning við ríkið og sá samningur gildir út árið 2016. Sveitarfélagið hefur rekið þessa þjónustu frá árinu 1996 með góðum árangri og miklum samlegðaráhrifum við rekstur annarrar velferðarþjónustu á vegum sveitarfélagsins.

HSSA er lítil eining í heilbrigðisþjónustu og aðeins rekin hér grunnþjónusta þannig að ekki er séð annað en að hér hafi verið hagrætt eins og hægt er. Á síðustu árum eða allt frá því að "Heilbrigðisumdæmi Suðurlands" var stofnað hefur verið mikil samvinna milli þeirra stofnanna sem munu nú sameinast undir nafninu Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Við hornfirðingar höfum notið góðs af því samstarfi m.a. með þjónustu barnalæknis, samvinnu vegna sjúkraflutninga (reglubundin námskeið og fagleg ráðgjöf) og blóðrannsóknir frá HSSA eru unnar á Selfossi. 

Þó stofnuð verði ný stofnun og auglýst eftir nýjum forstjóra þá kemur hann ekki í stað framkvæmdastjóra HSSA. Síðan er það verkefni okkar kjörinna fulltrúa að vinna að því að við höldum áfram forræði á þessum málum með nýjum samningi frá 1. janúar 2017! Kannski verður þá búið að flytja öldrunarþjónustu og heilsugæslu til sveitarfélaganna! Hver veit? Það hefur verið í umræðunni. 

En við getum verið róleg við höfum samving sem unnið er eftir. Horfum eftir tækifærunum! Getum við nýtt sameininguna til að bæta þjónustun hjá okkur með samvinnu innan nýrrar stofnunnar??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband