Malbik - skipulög - hafnarstjórn og kvöldið framundan í stuttu máli!

Komin aftur til vinnu eftir gott páskafrí. Byrjaði daginn á því að fara yfir þau mál sem ég afgreiddi ekki í fríinu. Síðan var það fundur með Birgi, Björgvini, Reyni og Birni Inga þar sem við ræddum malbiksmál. Mikil þörf er á viðgerðum á götum og gangstéttum í bænum eftir veturinn en gott hefði verið að fá fyrirtæki á staðnum með í malbikun núna í maí. Það eru ekki margir sem hafa gefið sig fram við starfsmenn og látið vita af plönum um malbikun hjá sér. En verið er að meta hvort hægt sé að fara í þessar framkvæmdir strax í maí eða bíða haustsins þegar fleiri eru tilbúnir.

Í dag var líka kynningarfundur á deiliskipulagstillögum við Hnappavelli  og Fjallsárlón. Góðar umræður urðu á þeim fundi. Ljóst er að deiliskipulag við Fjallsárlón verður ekki endanlega afgreitt í vor eins og stefnt var að.

Hafnarstjórnarfundur hófst svo kl.17. Þar var landbrot, viðhald bryggja, stefna í Hafnarmálum og eitt og annað fleira til umræðu. og svo auðvitað síðasti fundur kjörtímabilsins sem verður haldinn í maí.

Ótrúlegt að þessi fjögur ár séu rétt að verða liðin! En undirbúningur fyirr næstu fjögur er í fullum gangi. Opinn vinnufundur Framsóknarframboðsins í gamla apótekinu í kvöld kl. 20.

Sjáumst þar :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband